Póstmenn samþykkja nýjan kjarasamning

Félagar í Póstmannafélagi Íslands samþykktu nýgerðan kjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Íslandspósts með yfirgnæfandi meirihluta í rafrænni kosningu sem lauk í dag klukkan 12.

Samningurinn var samþykktur með 87,9% greiddra atkvæða, 5,65% greiddu atkvæði gegn honum og 6,45% tóku ekki afstöðu.

Kosningaþátttaka var 45,4%.

Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Póstmannafélag Íslands er fyrsta aðildarfélag BSRB sem gerir kjarasamning á árinu. Kjarasamningar meirihluta aðildarfélaga bandalagsins losna í mars og eru viðræður hafnar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?