Skrifstofa BSRB opnar aftur

Skrifstofa BSRB við Grettisgötu 89 hefur nú verið opnuð að nýju.

Skrifstofa BSRB og önnur starfsemi í Félagamiðstöðinni við Grettisgötu 89 hefur nú verið opnuð að nýju. Skrifstofunni var lokað tímabundið þann 16. mars til að draga úr smithættu á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.

Nú þegar búið er að rýmka reglur og starfsmenn eru mættir til vinnu eftir að hafa unnið heimanfrá í nokkrar vikur er kominn tími til að bjóða félagsmenn og aðra sem eiga erindi í húsið velkomna. Áfram minnum við á mikilvægi þess að nota spritt við komuna í húsið og halda tveggja metra fjarlægð á milli fólks.

Áfram verður lokað fyrir útleigu á sölum í húsinu til ótengdra aðila um sinn.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?