Spennandi námskeið hjá Starfsmennt í vetur

Fjölbreytt úrval námskeiða verður í boði hjá Starfsmennt.

Nýr námsvísir Starfsmenntar fyrir veturinn 2018 til 2019 er nú aðgengilegur á vefnum. Boðið verður upp á afar fjölbreytt námi sem ætti að geta nýst flestum.

Meðal þess sem boðið verður upp á hjá Starfsmennt er námskeið í fjármálum og rekstri og námskeið í stjórnun og skipulagi. Þá geta áhugasamir fræðst um verkefnastjórnun og bókhald, vandaða íslensku í stuttum texta og starfsmannasamtöl.

Önnur námskeið snúa frekar að því persónulega, til dæmis er boðið upp á námskeið um vellíðan og velgengni í starfi, skapandi samskipti, öflugt sjálfstraust og aukna hluttekningu og velvild á vinnustöðum. Þeir sem vilja bæta skipulagið geta sótt námskeið um Trello-hugbúnaðinn, verkáætlanir eða verkefnastjórnun. Ýmiskonar tölvunámskeið eru í námsvísinum, til dæmis til að auka færni í Excel, Word og Power Point, námskeið í Photoshop, vefsíðugerð og fleira.

Þá eru einnig í boði sérhæfðari námskeið fyrir ákveðnar starfsgreinar, svo sem heilbrigðisritara, félagsliða, læknaritara og fleiri.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Starfsmenntar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?