Virk hlustun og samskipti hjá forystufræðslunni

Boðið verður upp á áhugaverð námskeið hjá Forystufræðslu ASÍ og BSRB á næstunni.

Námskeiðið Virk hlustun og krefjandi samskipti verði haldið í lok mánaðarins hjá Forystufræðslu ASÍ og BSRB. Forystufræðslan er ætluð formönnum stéttarfélaga, starfsmönnum þeirra og stjórnarmönnum.

Markmið þessa námskeiðs er að efla færni í krefjandi samskiptum, enda samskipti stór hluti af daglegu starfi og lífi þeirra sem starfa fyrir stéttarfélög. Námskeiðið fer fram þann 30. janúar næstkomandi milli klukkan 9 og 12. Boðið verður upp á að sitja námskeiðið í gegnum fjarfundarbúnað. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig fyrir lok dags 23. janúar á vef Forystufræðslunnar.

Á námskeiðinu verður greint hvernig framkoma reynist þátttakendum erfið, hvernig þeim er tamt að bregðast við ágengri framkomu og farið yfir styrkleika þátttakenda í ólíkum aðstæðum. Þá verður fjallað um leiðir til að setja sig í spor viðmælenda, halda jafnvægi og vera lausnamiðaður í erfiðum aðstæðum. Hér má finna nánari lýsingu á námskeiðinu.

Fleiri námskeið verða í boði hjá Forystufræðslunni á vorönn. Í lok febrúar verður boðið upp á námskeið í öruggri tjáningu, fjallað verður um persónuvernd launafólks í mars og mótun og miðlun upplýsinga á samfélagsmiðlum í apríl. Hægt er að skoða námskeiðslýsingu og tímasetningar á námskeiðunum hér.

Uppfært 23. janúar 2019: Námskeiðið 30. janúar fellur niður.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?