Ábyrgðin liggur hjá alþingismönnum

Alþingismenn virðast óviljugir til að vinda ofan af ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum kjörinna fulltrúa samkvæmt fréttum fjölmiðla. Augljóst er að þær hækkanir eru í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga munu hafa alvarlegar afleiðingar.

Kjararáð hækkaði þingfararkaup hækkaði um 45 prósent á kjördag samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Áður hafði ráðið hækkað laun æðstu embættismanna ríkisins um tugi prósenta. 

BSRB hefur ítrekað kallaði eftir endurskoðun á lögum um kjararáð til að auka gagnsæi í ákvörðunum ráðsins. Alþingi samþykkti fyrir jól frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um ráðið. Þar var þó á engan hátt tekið tillit til gagnrýni bandalagsins og ekki tekið á vinnubrögðum kjararáðs. Ráðið getur því eftir sem áður verið leiðandi á launamarkaði þegar það ákvarðar laun þeirra sem undir ráðið heyra og virðist ekkert tillit þurfa að taka til launaþróunar í landinu eða sameiginlegrar launastefnu.

Hækkanirnar geta ekki staðið

Rétt er að ítreka þá afstöðu BSRB að það geti ekki verið verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Stjórnvöld og Alþingi þurfa einnig að taka ábyrgð á því að viðhalda efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Í því ljósi er augljóst að þessar miklu hækkanir til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands geta ekki staðið. 

Bregðist þingið ekki við er ljóst að launafólk mun sækja sambærilegar hækkanir. Forsendur gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði verða endurmetnar í febrúar. Verði niðurstaðan úr þeirri vinnu sú að taka upp samningana verða endurskoðunarákvæði í kjarasamningum opinberra starfsmanna virk.

Þingið getur enn brugðist við, undið ofan af óskiljanlegum hækkunum á launum kjörinna fulltrúa og stuðlað þannig að friði á vinnumarkaði og því að viðhalda stöðugleika.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?