Aðalfundur BSRB

Aðalfundur BSRB fer fram næstkomandi föstudag 8. maí 2015 og hefst hann kl. 10:00.

Fundurinn hefst á ávarpi Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB og svo verður farið yfir starfsemi Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri sjóðsins mun sjá um þann lið.

Einnig verður farið yfir stöðuna í kjarasamningsviðræðum sem nú standa yfir auk stöðunnar í lífeyrismálum.

Hefðbundin aðalfundarstörf munu fara fram að því loknu og gert er ráð fyrir að aðalfundi ljúki fyrir klukkan 15:00.Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?