Afmælisfundur ILO nefndar

Fyrir skemmstu var haldinn 300. fundur þríhliða nefndar stjórnvalda, launafólks og atvinnurekenda um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO.  Í nefndinni eiga sæti þau Magnús M. Norðdahl frá ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB f.h. launafólks en Hrafnhildur Stefánsdóttir f.h. SA og Atli Atlason f.h. opinberra atvinnurekenda. Þá er Kristinn Bjarnason, hagfræðingur BSRB, varamaður í efndinni fyrir hönd BSRB.

Afmælisfundurinn  var með hefðbundnu sniði fyrir utan að gestir fundarins voru Vinnumálaráðherra Kólumbíu ásamt tveimur aðstoðarráðherrum og tveimur sendiherrum. Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um staðfestingu fríverslunarsamnings við Kólumbíu sem verkalýðshreyfingin hefur haft efasemdir um vegna stöðu mannréttindamála og frjálsrar verkalýðshreyfingar í Kólumbíu og voru gestirnir staddir hér á landi m.a. til að fjalla um þau mál. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?