Áfram fundað í dag

Samninganefnd SFR, SLFÍ og LL fundaði hjá ríkissáttasemjara ásamt samninganefnd ríkisins í gærdag og fram á kvöld. Eitthvað hefur þokast áfram í viðræðunum og munu aðilar taka upp þráðinn kl. 10 í dag og funda fram eftir degi.

Seinni verkfallslotu SFR og SLFÍ laun á miðnætti í gær en áfram verða félagsmenn SFR sem starfa hjá tollstjóra, sýslumannsembættanna, ríkisskattstjóra og Landspítalanum í ótímabundnu verkfalli og félagsmenn SLFÍ verða áfram í tímabundnum vinnustöðvunum út vikuna frá kl. 8 til 16.

Vonast er til þess að samningar hafi náðst áður en til næstu allsherjarverkfalls lotu kemur en hún hefst á miðnætti aðfararnótt 29. október næstkomandi.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?