Allt um jafnlaunastaðalinn á vefnum

Opnuð hefur verið ný vefsíða þar sem fjallað er um tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Á síðunni er að finna greinargóðar upplýsingar um staðalinn og notkun hans.

Með staðlinum er ætlunin að samræma vinnubrögð til að fyrirbyggja mismunun af öllu tagi. Hann á að nýtast atvinnurekendum við mótun á réttlátri og gagnsærri launastefnu.

Á vef jafnlaunastaðalsins má fræðast um forsögu þessa mikilvæga verkefnis og lesa svör við algengum spurningum um innleiðingu hans hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þar má einnig finna verkfærakistu sem ætlað er að auðvelda atvinnurekendum að innleiða.

Á síðunni er einnig fjallað um námskeið um ýmsa þætti tengda jafnlaunastaðlinum, til dæmis námskeið um starfaflokkun, launagreiningar, gæðastjórnun og skjölun upplýsinga.

Hannað hefur verið sérstakt jafnlaunamerki sem veitt verður vinnustöðum sem inneiða jafnlaunastaðalinn og fá vottun hjá viðurkenndri vottunarstofu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?