Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er haldinn hátíðlegur eins og venja er þann 8. mars. Þann dag verður dagskrá í Iðnó í miðbæ Reykjavíkur þar sem nokkur erindi verða flutt ásamt tónlist. Dagskráin mun hefjast kl. 14:00 og verður hún sem hér segir:

1. Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir, Kvenréttindafélagi Íslands (konur til forystu úr öllum áttum).

2. Johanna van Schalkwyk, Konur af erlendum uppruna (stjónmálaþátttaka kvenna af erlendum uppruna).

3. Ása Hauksdóttir, varaformaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (unglingar í innflytjendafjölskuldum).

4. Reykjavíkurdætur rappa.

5. Danute Sakalauskiene sjúkraliði (réttindi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði)

6. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla (samfélagið er í ruglinu)

7. Lea María MFÍK (fyrir friði og jafnrétti).

8. Áfram stelpur!

Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir.

 

Að fundinum standa:

BSRB

BHM

Félag ísl. hjúkrunarfræðinga

Femínistafélag Íslands

Íslandsdeild Amnesty

Kennarasamband Íslands

Kvenfélagasamband Íslands

Kvennahreyfing ÖBÍ

Kvenfélagasamband Íslands

Kvenréttindafélag Íslands

MFÍK

RIKK

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Samtök um kvennaathvarf

SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu

SFRV starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

SHA samtök hernaðarandstæðinga

Sjúkraliðafélag Íslands

Stígamót

Þroskaþjálfafélag Íslands

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?