Alþjóðlegur dagur vatnsins

Sameinuðu þjóðirnar hafa merkt 22. mars sem dag vatnsins þar sem sjónum er beint að rétti allra til aðgengis að vatni. Það er nefnilega svo að ekki hafa allir aðgang að vatni og víða eru vatnslindir undir yfirráðum einkaaðila sem þannig geta takmarkað aðgengi að þeim.

Aðalritari PSI (Public Service International) hefur nýverið verið á ferð um Suður-Ameríku til að vekja athygli á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í heimsálfunni þar sem einkaaðilar hafa í auknu mæli verið að eignast vatnslindir.

„Stéttarfélög í opinbera geiranum styðja baráttu þeirra sem setja velferð fólks og náttúrunnar framyfir gróða,“ sagði Rosa Pavanelli aðalritari PSI í ræðu sinni í Perú nýverið og bætti við: „PSI styður aðildarfélög sín í baráttunni gegn einkavæðingu á vatnsauðlindum víða um heim og rétti fólks til aðgangi að vatni og hreinlætisaðstöðu. Við hvetjum aðildarfélög okkar á þessum erfiðu tímum til að taka höndum saman með öðrum baráttuhópum svo sameiginlega sé hægt að setja nægilega mikinn þrýsting á kjörna fulltrúa til að hafa hagsmuni fólksins fyrst og fremst að leiðarljósi í stað gróða stórfyrirtækja. Aukin tilhneiging ríkisstjórn um víða veröld til að einkavæða m.a. vatnslindir sýnir í verki hversu mikill áhrif stórfyrirtæki og hugmyndafræðilegir bandamenn þeirra hafa,“ sagði Pavanelli og fjallaði m.a. um baráttu hópa í Evrópu gegn einkavæðingu á vatnslindum innan Evrópusambandsins.

„Um tveimur milljónum undirskrifta var safnað og ættu að vekja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til umhugsunar um að það eru takmörk fyrir því hversu mikill völd sé í raun hægt að færa einkageiranum. Ef framkvæmdastjórnin mun ekki taka mark á þessum mótmælum er ekki von á góðu.“

Í yfirlýsingu PSI í tilefni af Alþjóðlega vatnsdeginum segir ennfremur að:

„Almennt launafólk, stéttarfélög og frjáls félagasamtök um allan heim eru að taka höndum saman til að sporna við yfirtöku á almannaþjónustu, þar á meðal vatnslindum, heilbrigðisþjónustu og í orkugeiranum. Þetta er ástæðan fyrir PSI vill að slíkar grunnþarfir og þjónusta eigi að vera í opinberri eigu. PSI leggur jafnframt áherslu á að skattfé eigi að nota til að fjármagna góða opinbera þjónustu og stuðla að betra umhverfi. Alþjóðlegi vatnsdagur SÞ snýst þess vegna í grunninn um eitt sameiginlegt hagsmunamál allra sem jarðarbúa sem eru þau mannréttindi að eiga rétt til sómasamlegs lífs.“


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?