Ályktun aðalfundar BSRB

Aðalfundur BSRB sem haldinn var þann 8. maí samþykkti eftirfarandi ályktun um frumvarp um úthlutun aflaheimilda á makríl.

Í ályktuninni segir að tryggja þurfi forræði þjóðarinnar yfir auðlindunum og tryggja að ríkissjóður fái hámarksverð fyrir aðgang að sameiginlegum auðlindunum landsins.

Ályktun aðalfundar um makrílveiðar

Aðalfundur BSRB krefst þess að frumvarp sjávarútvegsráðherra til laga um makrílveiðar verði þegar í stað dregið til baka eða því breytt, þannig að með afdráttarlausum hætti verði kveðið á um að makrílkvótinn sé ævarandi eign þjóðarinnar. Einnig að aflaheimildir á makríl verði boðnar upp á markaði ár hvert og tryggt að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Þannig verði hafist handa við að koma á nýju fyrirkomulagi í úthlutun aflaheimilda og þjóðinni færðar til baka eigur sínar.  


 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?