Ályktun NFS um flóttafólk

NFS, Norræna verkalýðssambandið, sendi í dag frá sér ályktun vegna flóttamannastraumsins til Evrópu. Ályktunin var samþykkt á formannafundi sambandsins sem fer þessa dagana fram í Kaupmannahöfn. Bæði BSRB og ASÍ eru aðildarfélög NFS. Í ályktun NFS segir:

„Nærri 60 milljónir flóttamanna eru nú á vergangi í heiminum og því horfum við nú fram á mesta flóttamannavanda frá síðari heimsstyrjöld. Aðeins lítill hluti flótta manna hefur náð að koma sér yfir miðjarðarhafið og til Evrópu í von um að finna þar betra líf, fjarri stríðsátökum og hungursneyð. Norðurlöndin hafa ríka hefð fyrir sameiginlegri félagslegri samkennd og ábyrgð við aðstæður sem þessar og ríka hefð til að finna lausnir á vandamálum sem þessum.

Norðurlöndin og Evrópa öll verða að taka ábyrgð á þessum vanda sem upp er kominn og sýna flóttafólki sem hefur neyðst til að leggja á flótta frá heimkynnum sínum að grundvallarmannréttindi eins og þau koma fram í sáttmála Sameinuðu þjóðanna séu virt. Í því felst ekki bara að hvert og eitt okkar hefur rétt til að sækja um hæli heldur líka að „allir eigi rétt til lífs. frelsis og mannhelgi“. Rétturinn til að stunda vinnu er jafnframt grunnvallarmannréttindi.

Nýverið hvatti ILO (International Labor Organization) fjölda verkalýðsfélaga og sambanda ásamt samtökum atvinnurekenda til þess að vinna saman að mögulegum lausnum á vanda flóttafólks sem flest hefur sett sig í mikla hættu til að komast frá heimkynnum sínum. Meðal þess sem rætt hefur verið um er að boðið upp á fleiri störf fyrir fá sem hafa lagt á flótta.

NFS (Norræna verkalýðssambandið) og aðildarfélög NFS hvetja þess vegna atvinnurekendur, samtök þeirra og stjórnvöld ásamt Norræna ráðherraráðinu að ganga í lið með aðildarfélögum NFS svo sameiginlega megi ræða hvernig við öll getum hjálpað flóttafólki að koma sér fyrir á Norðurlöndunum.

Við, aðilar vinnumarkaðarins, verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna sjálfbærar lausnir fyrir flóttafólkið, sem þegar hefur gengið í gegnum miklar hremmingar, og sjá til þess að flóttafólk verði ekki fórnarlömb mannsals eða annarra óviðunandi vinnuaðstæðna sem helst má líkja við þrælahald.

Okkur ber skylda til að veita þeim sem leita að betra lífi á Norðurlöndunum örugg störf, viðunandi fræðslu og þjálfun.“

Ályktunina í heild sinni má lesa hér á vef sambandsins.

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?