Ársfundur LSR

Ársfundur LSR verður haldinn þriðjudaginn 7. maí 2024, kl. 15:00, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir skýrslu stjórnar LSR, ársreikningi, fjárfestingarstefnu, tryggingafræðilegri úttekt og breytingum á samþykktum.

Sent verður beint út frá fundinum á vef LSR. Óskað er eftir því að þeir sem hyggjast sækja fundinn skrái sig, hvort sem þeir ætla að koma á staðinn eða fylgjast með rafrænni útsendingu.

Skráning á fundinn


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?