Atvinnuleysi í brennidepli á þingi ETUC

Mikil umræða um stöðu atvinnumála í Evrópu og atvinnuleysi ungs fólks hefur farið fram á þingi ETUC, Evrópusambands verkalýðsfélaga, sem nú stendur yfir í París. Einnig hefur verið fjallað um mikilvægi aukinna fjárfestinga til að skapa fleiri störf um leið og réttindi og kjör launafólks verði varin og þau bætt.

Umræðan einkenndist af áhyggjum af stöðu mála í álfunni, styrks stórfyrirtækja og hægriafla sem kerfisbundið vinna gegn hagsmunum launafólks og ráðningarform þar sem starfsöryggi og réttindum er vikið til hliðar. Mikið hefur verið fjallað um mikilvægi þess að styrkja starf verkalýðshreyfingarinnar á Evrópuvísu til að sporna við þessari þróun.

Umræða á ETUC þinginu mun halda áfram síðar í dag. Hægt er að fylgjast með umræðunni í beinni útsendingu


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?