Atvinnurekendur beri ábyrgð á jafnrétti

Boðuð verkföll starfsfólks 18 sveitarfélaga hefjast að óbreyttu mánudaginn 15. maí. Formaður BSRB segir sveitarfélög landsins einbeitt í að mismuna fólki og skynjar stuðning almennings við aðgerðirnar framundan.

„Það er mikill hugur í okkar fólki og við skynjum meðbyr í samfélaginu. Enda blasir það við að þetta er misrétti sem þarf að leiðrétta,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. „Ef við horfum yfir árið þá getur munað um 25% í launahækkunum, sem er mjög mikið. Þetta er fólk sem er almennt á launabilinu 400 til 470 þúsund, þannig þetta telur allt. Það er skýr dómaframkvæmd fyrir því að atvinnurekendur beri ábyrgð á jafnrétti og að það sé ekki verið að mismuna fólki í launum,“ sagði Sonja.

Sonja fór ítarlega yfir málið í  Vikulokunum 6. maí.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?