Bæjarstarfsmannafélög vísa til sáttasemjara

Sameiginleg samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur í samáði við samninganefnd ríkisins ákveðið að vísa kjaraviðræðum aðilanna til ríkissáttasemjara.

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna hitti samninganefnd ríkisins fyrr í dag og var það sameiginleg niðurstaða að vísa málinu til embættis ríkissáttasemjara.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?