Baráttufundur á morgun

Baráttufundur SFR, SLFÍ og LL fyrir fyrir bættum kjörum fer fram á morgun, þriðjudag kl. 17:00 í Háskólabíói. Félögin sem um ræðir eru þrjú fjölmennustu aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið og fram til þessa hafa stjórnvöld hafnað því að félagsmenn SFR, SLFÍ og LL fái sambærilegar kjarabætur og sérfræðingar og hálaunafólk, sem starfar hjá ríkinu. Þeir sem eru á lægri launum eiga að sætta sig við einungis hluta í stað sambærilegra kjarabóta.

Félagsmenn BSRB eru hvattir til að mæta og sýna félögum sínum stuðning í verki svo sýna megi stjórnvöldum alvöruna í kröfunum og baráttuvilja félaganna. Hægt er að tilkynna um mætingu hér https://www.facebook.com/events/890529154369160/

Frekari upplýsingar má finna heimasíðum SFR, SLFÍ og LL.

Dagskrá fundarins má svo sjá hér að neðan:

 

Baráttufundur SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og

Landssambands lögreglumanna

 

Fundurinn hefst kl. 17.00

Húsið opnar kl. 16.30.

 

 1. Fundarstjóri setur fundinn
 2. Við berjumst fyrir bættum kjörum!
  • Kristín Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands
 3. Myndskeið: hver eru launin?
 4. Tónlistarflutningur
  • Jónas Sig ásamt hljómsveit
 5. Við stöndum saman!
  • Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna
 6. Myndskeið: hver eru launin?
 7. Tónlistarflutningur
  • Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson
 8. Við tökum slaginn!
  • Árni Stefán Jónsson formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu
 9. Myndskeið: hver eru launin?
 10. Fundi slitið

Ráðgert er að fundurinn taki um 45 mínútur. 


 

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?