Baráttufundur á þriðjudag

Sjúkraliðafélag Íslands, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna efna til baráttu- og kynningarfundar þriðjudaginn 15. september, kl. 17.00 í Háskólabíói. BSRB hvetur alla félagsmenn sína til að sýna stuðning í verki með því að taka þátt í baráttufundinum.
Ekkert hefur þokast í samningsátt í viðræðum stéttarfélaganna við samninganefnd ríkisins og eftir síðasta fund sá ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Í ljósi þessarar erfiðu stöðu var ákveðið að halda Baráttufund þar sem farið verður yfir stöðuna og hvað sé framundan.
Frekari upplýsingar má nálgast á vef Sjúkraliðafélagsins, SFR og Landssambands lögreglumanna.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?