Birkihlíð orlofshús selt

Aðildarfélög BSRB hafa á undanförnum árum tekið yfir rekstur orlofshúsa sinna, hvort sem um er að ræða orlofshúsabyggðina í Munaðarnesi eða annarsstaðar. Til að kynna sér hvaða orlofshús standa til boða þurfa félagsmenn að fara inn á síður síns aðildarfélags og bóka orlofshús þar.

BSRB hefur aðeins haft eitt orlofshús til umráða undanfarin ár, Birkihlíð, sem er staðsett í Munaðarnesi. Nú hefur hins vegar verið gengið frá sölu Birkihlíðar, orlofshúss BSRB, til Starfsmannafélags Kópavogs. Orlofshúsið verður því ekki lengur í útleigu hjá bandalaginu. Félagsfólki Starfsmannafélags Kópavogs er bent á að hafa beint samband við sitt félag hafi það áhuga á að leigja húsið.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?