"Bitnar harðast á þeim sem síst skyldi"

Fréttastofa Ríkisútvarpsins vakti í gær athygli á því að vaxtabætur munu eftir áramótin lækka um allt að helming. „Það er auðvitað afleitt að það skuli vera útlit fyrir að það skuli vera afnám á þessu bráðabirgðaákvæði ekki síst vegna þess að það mun bitna á þeim sem síst skyldi það er tekjulágu fólki með háa skuldastöðu,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, þegar fréttastofa Rúv leitaði viðbragða hennar við þessu.

Síðastliðin tvö og hálft ár hefur gilt bráðabirgðaákvæði um vaxtabætur en að óbreyttu er það að falla úr gildi. Samkvæmt því lækkar hámarksfjárhæð vaxtabóta um helming. Nánar má lesa um málið og sjá viðtal við Elínu Björgu á vef Rúv. Þar segir formaður BSRB að lækkun vaxtabóta sé afleit, ekki síst í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur lofað að bæta skuldastöðu heimilanna og lækkunin komi sérstaklega illa við skuldugt lágtekjufólk.

Elín Björg segir jafnframt afleitt að það skili ekki vera notuð þau úrræði sem þegar eru til staðar því ekkert hefur bólað á því með hvaða hætti eigi að fara í leiðréttingar á skuldastöðu heimilanna. 


 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?