Bjarg íbúðafélag opnar fyrir skráningu á biðlista

Umsóknir sem berast fyrir lok júlí verða settar í pott og dregið um röð á lista.

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða.

Skráningum á biðlista verður almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þær skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.

Skráðu þig á bjargibudafelag.is, þar sem jafnframt má finna nánari upplýsingar um íbúðafélagið og hverjir eiga rétt á úthlutun. Íbúðirnar verða á nokkrum stöðum, þær fyrstu verða tilbúnar í Spönginni og í Úlfarsdal.

BSRB hvetur félagsmenn sem hafa áhuga á að skoða þennan möguleika að nýta sér reiknivél á vef Bjargs og skila inn umsóknum fyrir lok júlí.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?