Bláskógarbyggð í efsta sæti í könnuninni um Sveitarfélag ársins 2025

Sveitarfélag ársins 2025

Árlega eru veitt verðlaun og viðurkenning fyrir þau sveitarfélög sem verma fjögur efstu sætin í niðurstöðum könnunarinnar.  Niðurstöðurnar veita mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi á vinnustöðum sveitarfélaganna og er meðal annars ætlað að vera hvatning til stjórnenda að veita starfsumhverfinu meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf.

Í ár hlutu fjögur sveitarfélög nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024:

  1. Bláskógarbyggð
  2. Grímsnes- og Grafningshreppur
  3. Hrunamannahreppur
  4. Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Niðurstöður könnunarinnar í ár sýna að heildareinkunn starfsumhverfis sveitarfélaganna hækkar enn og að starfsfólk er almennt mjög ánægt með stjórnendur, starfsanda, jafnrétti og vinnuskilyrði. Launakjör eru þó áfram veikasti þátturinn, þrátt fyrir skýra framför frá fyrri árum. Vinnuskilyrði eru að mestu góð en hljóðvist mælist enn veikasti þátturinn, sérstaklega á leikskólum þó þar sjáist jákvæð þróun. Þá kemur fram að starfsfólk í umönnunar-, gæslu-, öryggis- og eftirlitsstörfum býr við mun minni sveigjanleika í vinnu, til dæmis þegar þarf að skjótast frá vinnu vegna brýnna erinda.
 
Eftirfarandi bæjarstarfsmannafélög BSRB standa að könnuninni í samvinnu við Gallup: Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Vestmannaeyja, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Starfsmannafélag Húsavíkur og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi