Breytingar á dagpeningum innanlands

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

  1. Gisting og fæði í einn sólarhring, kr 33.100
  2. Gisting í einn sólarhring, kr 22.200
  3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag, kr 10.900
  4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag, kr 5.450

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. júní 2015. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 2/2014 dags. 30. september 2014.

Nefndin fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki.

Vakin er athygli á því að auglýsing ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga er á vefsíðu fjármálaráðuneytisins www.fjarmalaraduneyti.is/ferdakostnadur 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?