BSRB auglýsir eftir hagfræðingi

BSRB óskar eftir að ráða hagfræðing til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og úthald í áhugaverðum verkefnum.

Hagfræðingur bandalagsins annast greiningar, safnar saman og tryggir gott aðgengi að upplýsingum um vinnumarkaðinn og byggir þannig undir ábyrga stefnumótun í ákvarðanatöku BSRB. Hagfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra BSRB en á skrifstofunni vinna 10 starfsmenn.

Nánari upplýsingar um starfssvið og menntunar- og hæfniskröfur má finna á vef Capacent þar sem einnig er hægt að skila inn umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2019.

Auglýsing úr Fréttablaðinu

Staða hagfræðings BSRB var auglýst í Fréttablaðinu um helgina.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?