BSRB styður réttindabaráttu hinsegin fólks

Samtök launafólks styðja réttindabaráttu hinsegin fólks

Hinsegin dagar hófust með hátíðlegri athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Framundan er fjölbreytt dagskrá og margvíslegir viðburðir sem ná hámarki með Gleðigöngunni á laugardag.  

BSRB styður réttindabaráttu hinsegin fólks og regnbogafánarnir blakta að sjálfsögðu við hún fyrir utan BSRB-húsið við Grettisgötu þessa viku.

Við hvetjum öll til að sækja sem flesta viðburði í kringum hátíðina - og fagna fjöbreytileikanum!

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Hinsegin daga.