BSRB styður verkfallsaðgerðir Eflingar

Frá baráttufundi Eflingar í dag. Mynd/Efling

BSRB lýsir yfir stuðningi við yfirstandandi verkfallsaðgerðir Eflingar vegna kjarasamningsviðræðna við Reykjavíkurborg. Sjálfstæður samningsréttur er grundvallarréttur launafólks og verkfallsrétturinn öflugasta vopnið í kjarabaráttunni.

Félagsmenn í aðildarfélögum BSRB eru hvattir til að virða verkfallsrétt Eflingar og ganga ekki í störf félagsmanna sem eru í verkfalli.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?