BSRB varar við sameiningu FÁ og Tækniskólans

Aðalfundur BSRB varar við einkavæðingu náms á framhaldsskólastigi með sameiningu FÁ og Tækniskólans.

Aðalfundur BSRB varar við því að gerðar verði ómarkvissar breytingar á starfsnámi með sameiningu Fjölbrautarskólans við Ármúla (FÁ) og Tækniskólans. Vinna þarf að stefnumótun vegna starfsnáms í víðara samhengi með samráði við hagsmunaaðila með eflingu starfsnáms að markmiði, að því er fram kemur í ályktun aðalfundar BSRB.

Þar er jafnframt varað við einkavæðingu náms á framhaldsskólastigi með sameiningu FÁ, sem er skóli í opinberum rekstri, og Tækniskólanum, sem er einkarekinn skóli. Vakinn er athygli á mikilvægi FÁ í menntun heilbrigðisstétta á borð við sjúkraliða, læknaritara, heilbrigðisritara, lyfjatækna, heilsunuddara, tanntækna og fleiri. Þessar stéttir starfa nær eingöngu hjá stofnunum ríkisins og engin rök hafa komið fram fyrir því að námi þeirra sé best fyrir komið í skóla sem rekinn er af einkaaðilum.

Ályktun aðalfundar BSRB má lesa í heild sinni hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?