Ekkert samráð vegna frumvarps um kostnaðarþátttöku

Heilbrigðisráðherra hefur boðað frumvarp sem ætlað er að gera gagngerar breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Ekki var orðið við ósk BSRB eða annarra samtaka launafólks um samráð við þessa mikilvægu vinnu.

Fram kom í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á borgarafundi RÚV um heilbrigðismál þann 22. mars að hann muni leggja frumvarpið fram á næstu dögum. Hann sagði að verði frumvarpið að lögum verði sett hámörk á greiðslur sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Markmiðið sé að forða sjúklingum sem minnst hafa milli handanna frá því að verða fyrir þyngstu útgjöldunum.

Það er fagnaðarefni að endurskoðun á kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu sé langt komin, enda hefur verið gengið allt of langt í gjaldtöku af sjúklingum að mati BSRB. Frumvarpið kemur í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnar við gerð kjarasamninga í fyrra. Það er því miður að ekkert samráð hafi verið haft við BSRB eða aðra fulltrúa launafólks við vinnslu frumvarpsins.

Draga þarf úr gjaldtöku
Stefna BSRB í þessum málum er skýr. Bandalagið telur að endurskoða þurfi aukna þátttöku almennings í greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf og draga úr allri gjaldtöku innan heilbrigðiskerfisins. Jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag er skýr krafa.

Þá krefst BSRB þess að sú mismunun sem nú viðgengst vegna eðlis og uppruna sjúkdóma, raskana og kvilla verði leiðrétt.

Kynntu þér áherslur BSRB í heilbrigðismálum í stefnu BSRB.

Fylgstu með BSRB á Facebook!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?