Elín Björg endurkjörin – Ný stjórn BSRB

Elín Björg Jónsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB á 44. þingi bandalagsins sem staðið hefur yfir í Reykjavík síðustu þrjá daga. Þá var Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, endurkjörinn 1. varaformaður BSRB og Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, var endurkjörinn 2. varaformaður BSRB. Bæði formaður og varaformennirnir tveir voru sjálfkjörin í embætti þar sem engin mótframboð bárust.

Þau þrjú skipa stjórn BSRB ásamt sex meðstjórnendum sem kosnir voru samkvæmt nýjum lögum bandalagsins á þinginu í dag. Þau sem hlutu kjör til stjórnar BSRB eru Arna Jakobína Björnsdóttir Kili, Halla Reynisdóttir Póstmannafélagi Íslands, Helga Hafsteinsdóttir Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu, Karl Rúnar Þórsson Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Kristín Á. Guðmundsdóttir Sjúkraliðafélagi Íslands og Snorri Magnússon Landssambandi lögreglumanna.




Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?