Elín Björg gestur Morgunvaktarinnar

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun þar sem hún fór m.a. yfir þá afleiddu stöðu sem aðildarfélög BSRB hafa verið í að undanförnu. Félögin hafa boðað til verkfalls en komast ekki að samningaborðinu með samninganefnd ríkisins þar sem samninganefndin segist vera að bíða eftir útspili frá svonefndum SALEK-hóp sem skipaður er öllum aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnvalda.

Nú hefur hlé verið gerð á viðræðum innan SALEK-hópsins en þrátt fyrir það virðist samninganefnd ríkisins ekki ætla að fara af alvöru í viðræður aðildarfélög BSRB. Í næstu viku fara SFR og SLFÍ að óbreyttu í verkfall en félögin hafa ásamt Landssambandi lögreglumanna átt í sameiginlegum viðræðum við ríkið um kjarabætur. Krafa félaganna er að fá sambærilegar hækkanir og aðrir starfsmenn ríkisins hafa fengið á þessu ári en ríkið hefur boðið félögum BSRB mun lægri launahækkanir til þessa.

Þáttinn í heild sinni má heyra hér en Elín Björg ræðir við Óðinn Jónsson þáttastjórnanda þegar um 5 mínútur eru liðnar af þættinum.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?