Eru til karla- og kvennastörf?

Morgunfundur fer fram á morgun, fimmtudaginn 28. maí, þar sem stjórnendur þriggja tæknifyrirtækja segja frá því hvernig unnið er að jafnrétti í þeirra fyrirtækjum. Í lok fundar verða síðan Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent í annað sinn. Fundurinn er ætlaður stjórnendum og öðrum sem áhuga hafa á auknu jafnrétti í íslensku viðskiptalífi. 


Markmið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Að verðlaununum standa Atvinnuvegaráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, SA og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð.

Dagskrá fundarins:

8.00 Skráning og morgunkaffi

8.30 Fundur hefst

Síðasta vígið: konur í iðnaði
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi

Orka kvenna, ein af auðlindunum!
Birna Bragadóttir, starfsþróunarstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Kynbundinn launamunur
Sigurður Snævarr, hagfræðingur

Afhending hvatningaverðlauna jafnréttismála 2015
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra


10.00 Fundarlok

Fundarstjóri: Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?