Félag íslenskra flugumferðarstjóra vísar til sáttasemjara

Samninganefnd Félags íslenskra flugumferðarstjóra hefur í samráði við samninganefnd Samtaka Atvinnulífsins vísað kjaradeilu aðilanna til ríkissáttasemjara. Ákvörðunin var tekin sameiginlega fyrir hádegi í dag.

 Lesa má viðtal við Sigurjón Jónasson formann Félags íslenskra flugumferðarstjóra um kjaradeiluna í frétt á Vísi en gert er ráð fyrir að ríkissáttasemjari boði til fundar í næstu viku.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?