Félagsfólk kýs um kjarasamning við SNS

Kosning um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst á hádegi í dag, 15. júní, og lýkur á hádegi á mánudag, 19.júní.

Aðildarfélög BSRB hafa þegar kynnt samninginn fyrir félagsfólki. Mánaðarlaun hækka samkvæmt samningi um að lágmarki 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist einnig um sáttagreiðslu að upphæð 105.000, auk þess sem var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB.

 

 

Félögin sem gera kjarasamninginn eru:

  • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
  • FOSS - stéttafélag í almannaþjónustu
  • Kjölur - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
  • Sameyki - stéttafélag í almannaþjónustu
  • Starfsmannafélag Garðabæjar
  • Starfsmannafélag Húsavíkur
  • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
  • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
  • Starfsmannafélag Kópavogs
  • Starfsmannafélag Suðurnesja
  • Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar


Hér finnur þú upplýsingar um aðildarfélög BSRB



Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?