Flugmálastarfsmenn samþykkja kjarasamning

Keflavíkurflugvöllur

Nýr kjarasamningur á milli Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á miðnætti.

Rúmlega 78% þeirra sem tóku afstöðu greiddu atkvæði með samningnum.

Við hjá BSRB óskum FFR og félagsmönnum hjartanlega til hamingju með þessa niðurstöðu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?