Fjársjóður úr sögu BSRB kominn á netið

Áhugafólk um sögu BSRB getur fundið margt áhugavert í gömlum tímaritum.

Tímarit útgefin af BSRB allt frá árinu 1944 eru nú komin á netið og aðgengileg á vef Landsbókasafnsins, timarit.is, eða verða sett þar inn bráðlega.

Prentuð eintök af tímaritunum hafa verið til í geymslum bandalagsins en erfitt hefur verið að veita félagsmönnum, fræðimönnum og öðrum áhugasömum aðgang að þeim í því formi. Því var ákveðið að gera átak í að skanna tímaritin inn í samstarfi við Landsbókasafnið.

Lengst af hét málgagn BSRB, sem þá hét reyndar enn Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Ásgarður. Hluti af árgöngum Ásgarðs er kominn á netið, sem og alir árgangar Starfsmannablaðsins og Huga. BSRB-blaðið og BSRB-tíðindi, sem gefin voru út á árunum 1984 til 2014, eru væntanleg á tímarit.is innan tíðar.

Hér má finna þau rit sem þegar hafa verið gerð aðgengileg:

Vinna við að skanna inn fleiri árganga af Ásgarði, sem og BSRB-blaðið og BSRB-tíðindi er í fullum gangi.

Útgáfu tímarita var hætt árið 2014 en rafræn fréttabréf hafa verið gefin út mánaðarlega frá árinu 2016. Þau eru aðgengileg hér á vef BSRB undir flokknum Útgefið efni.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?