Fjöldi námsskeiða í boði á vorönn

Fjöldi námsskeiða er nú í boði fyrir meðlimi stéttarfélaganna bæði hjá Starfsmennt og Framvegis. Þá eru einnig nokkur námsskeið í boði hjá Vinnueftirlitinu sem gjarnan eru niðurgreidd af stéttarfélögum og atvinnurekendum. Hér að neðan má finna tengla og helstu upplýsingar um námsframboð hjá þessum stofnunum á vorönn.

Á vef Starfsmenntar hefur verið opnað fyrir öll námskeið vorannar og er úrvalið fjölbreytt að vanda. Þverfagleg námskeiðstarfstengt námfarandfyrirlestrar og tölvunámskeið eru meðal þess sem boðið er uppá. Að venju er allt nám félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og í flestum tilfellum opið öðrum gegn gjaldi.

Frekari upplýsingar um framboð námskeiða sem boðið er upp og þá þjónustu sem veitt er má finna á heimasíðunni, www.smennt.is og hér má finna nýjasta námsvísi Starfsmenntar.

Bráðlega verða kynnt ný símenntunarnámskeið fyrir sjúkraliða hjá Framvegis. En þar fyrir utan er úr mörgum sívinsælum námsskeiðum að velja hjá Framvegis í bland við nokkrar nýjungar.

Skráning er hafin á vefsíðunni www.framvegis.is og í gegnum síma 581 1900. Ef einhverjar spurningar vakna mun hið góða fólk hjá Framvegis leggja sig fram við að aðstoða.

Hér er að finna vefútgáfu af bæklingnum frá Framvegis.

Reglulega eru haldin námskeið um ýmis málefni er lúta að vinnuvernd hjá Vinnueftirlitinu. Einnig halda sérfræðingar Vinnueftirlitsins fyrirlestra á vinnustöðum um margs konar vinnuverndarmálefni.

Námskeið um vinnuvernd er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Áhættumatsnámskeið eru fyrir alla sem þurfa að gera áhættumat og einnig þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum eða vilja bæta við sig þekkingu á því sviði.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?