Fjölmennir samstöðufundir BSRB félaga

Verkföll BSRB eru skollin á af fullum þunga en um þessar mundir leggja um 1500 starfsmenn niður störf í tíu sveitarfélögum. Þau sem eru í verkfalli í þessari viku eru meðal annars leikskólaliðar, stuðningsfulltrúar og starfsfólk frístundaheimila. Mikilla áhrifa gætir af verkföllum í þessum samfélögum þar sem skólastarf er verulega skert í flestum grunnskólum, frístundarstarf hefur verið fellt niður, fjöldamargir leikskólar þurft að loka og foreldrar að vera heima með börnum sínum. Náist ekki að semja bætist enn frekari þungi í verkfallsaðgerðir þar sem starfsfólk sundlauga og íþróttamiðstöðva í átta sveitarfélögum til viðbótar leggur niður störf í skæruverkfalli á vestur-, norður-, og austurlandi um Hvítasunnuhelgina.

Starfsfólk sem er í verkfalli hittist gjarnan á morgnana á samstöðufundum áður en haldið er af stað í verkfallsvörslu og önnur verkefni dagsins. Í þessari viku hafa stórir fundir verið haldnir í Kópavogi, Árborg, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ þar sem hundruðir starfsmanna komu saman og sýndu samstöðu og baráttugleði. 

 












Hægt er að skoða allar myndir frá verkfallsvörslu og samstöðufundum hér:
Verkföll 2023


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?