Formaður BSRB í Vikulokunum á Rás 1

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, var gestur í Vikulokunum á Rás 1 á laugardaginn var. Gestir Hallgríms Thorsteinssonar í þættinum voru ásamt Elínu Björgu þeir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og Árni Snævarr, upplýsingafulltrú SÞ í Brussel.

Meðal þess sem fjallað var um í þættinum voru nýársávörp forseta Íslands og forsætisráðherra, kjarasamningar á almennum vinnumarkaði og yfirstandandi kjarasamningaviðræður opinberra starfsmanna. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér á vef Ríkisútvarpsins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?