Formaður BSRB með erindi

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB mun í kvöld halda erindi um kynbundinn launamun og niðurstöður kjarakönnunar BSRB 2013. Erindið verður haldið á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar þar sem umræðu- og umfjöllunarefnið verður kynbundinn launamunur og fer fundurinn fram kl. 20:00 á Hallveigarstíg 1.

Í fréttatilkynningu vegna málsins segir að „niðurstöður nýlegra kjarakannanna stéttarfélaga staðfesta enn einu sinni að konur fá lægri laun er karlar. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15 % hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði.

Launamunur hefur þó minnkað hjá ríki um fjórðung á árunum 2008 til 2012 sem sannar að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál, heldur mannanna verk og að honum má eyða - af hverju hefur það þá ekki verið gert?“

Dagskrá:

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB:

Er mismunun innbyggð í menninguna? - Kynbundinn launamunur á íslenskum vinnumarkaði

Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar:

Eru verkfærin ónýt?

Pallborðsumræður

Frummælendur ásamt:

Dagur B Eggertsson formaður borgarráðs í Reykjavík með nýjustu fréttir um launajafnrétti í borginni.

Fundarstjóri verður Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?