Formaður BSRB um flutning Fiskistofu

Formaður BSRB var gestur morgunútvarps Rásar 2 í gærmorgun þar sem hún ræddi um áform ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Þar sagði Elín Björg m.a. að sérkennilegt væri hvernig staðið var að því að tilkynna starfsfólki Fiskistofu um breytingarnar. Sumir hafi jafnvel verið kallaðir úr sumarfrí með sólarhrings fyrirvara. 

„Og þar sem tilkynningin var um að það ætti að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar finnst mér afar sérkennileg vinnubrögð og eiginlega bæði gamaldags og úreld. Vegna þess að þetta vinnur alveg gegn öllum rannsóknum og þeim hugmyndum sem menn hafa hvernig best er að standa að breytingum í starfi, þar skiptir auðvitað öllu máli að markmiðin séu alveg á hreinu. Hver tilgangurinn er og starfsfólkið sé haft með í ráðum til að ná þeim árangri að best takist til."

Á sunnudag var Elín Björg gestur í þættinum Á sprengisandi á Bylgjunni að ræða sama málefni. Finna má þættina í hér að neðan.

Formaður BSRB í morgunútvarpi Rásar 2

Formaður BSRB á Bylgjunni


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?