Forystufræðsla BSRB og ASÍ

Í mars og apríl verða haldin nokkur námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB. Áherslan þessa vorönn er á nokkra mikilvæga starfsþætti sem allir geta eflt og unnið með. Þannig mætum við nýjum áskorunum og ábyrgð í starfi.

Meginmarkmið Félagsmálaskóla alþýðu er öflug félagsmálafræðsla og menntun til að þekking og hæfni forystumanna og annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar sé sem best á hverjum tíma. Trúnaðarmannafræðslan hefur verið einn af lykilþáttum í fræðslumálum Félagsmálaskóla alþýðu. Á hverri önn er boðið uppá trúnaðarmannanámskeið fyrir trúnaðarmenn og talsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Námskeiðin sem eru í boði fyrir stéttarfélög eru ýmist auglýst og þá opin öllum eða pöntuð af einstökum félögum.


Unnið er eftir tveimur námsskrám sem viðurkenndar hafa verið af mennta – og menningarmálaráðuneytinu. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs I eru samtals 81 klst. og skiptast á fjögur þrep. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs II eru samtals 61 klst. og skiptast á þrjú þrep.
 

pdfTrúnaðarmannanámsskrá I

pdfTrúnaðarmannanámsskrá II

Hægt er að skrá sig á heimasíðu Félagsmálaskólans og frekari upplýsingar eru veittar í síma 550-0060.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?