Fræðslufundur í tengslum við starfslok

Fræðslufundur í tengslum við starfslok verður haldinn í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89 mánudaginn 3. febrúar kl. 15:15. Einnig verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði og hægt verður að fylgjast með honum í Háskólanum á Akureyri, Sólborg stofu L 101.

Fullbókað er á fundinn en hann verður svo settur í heild sinni á vef BSRB í vikunni. Þar verður hægt að hlusta og horfa á það sem fram mun koma á fundinum. Næsta námskeið verður svo auglýst á vef BSRB og heimasíðum aðildarfélaga bandalagsins síðar á árinu.

Dagskráin samanstendur af fræðslu um lífeyrissjóði, kynningu á störfum sjálfboðaliða Rauða krossins, kynningu frá Tryggingastofnun og fyrirlestri Jóhanns Inga sem heitir Ár fullþroskans.

Hægt verður að fylgjast með fræðslufundi BSRB í tengslum við starfslok í streymi (beinni útsendingu). Hentar vel þeim sem búa fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Til að fylgjast með námskeiðinu á vefnum þarf að:

  • Fara á slóðina straumur.bsrb.is.
  • Nota þarf aðgangsorðið bsrb og lykilorðið er sömuleiðis bsrb.
  • Þegar inn á síðuna er komið þarf að velja valmöguleikan "live streaming" vinstra megin á síðunni.
  • Það er þó takmarkaður fjöldi sem getur tengst streyminu.

ATH - Best er að nota heyrnartól þar sem hljóðið í gegnum fjarfundarbúnaðinn getur verið á mjög lágum styrk.


 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?