Fræðslufundur vegna starfsloka

Haldinn verður fundur með fræðslu um starfslok þriðjudaginn 15. mars kl. 13:00-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

Þeir sem ætla að koma á fundinn þurfa að skrá sig með því að senda póst á netfangið johanna[hjá]bsrb.is eða í síma 525-8306 fyrir 11. mars.

 

Dagskrá:

13:00 Ásta Arnardóttir sérfræðingur-Tryggingastofnun - Lífeyrisþegar og almannatryggingar
13:40 Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB
14:00 Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur
14:45 Kaffihlé
15:15 Ágústa H. Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR og Þórdís H. Yngvadóttir sérfræðingur hjá LSS – Lífeyrismál
16:30 Fundarlok

Við hvetjum félagsmenn sem eru að nálgast starfslok, eða hafa þegar látið af störfum, til að koma á fundinn. Það er að ýmsu að hyggja þegar staðið er á þessum tímamótum og gott að fá fræðslu um það helsta sem gott er að hafa í huga.

Mundu að fylgjast með BSRB á Facebook. Þar getur þú fengið fréttir af því sem hæst ber hjá bandalaginu hverju sinni. Fylgdu síðunni okkar með því að „líka“ við hana!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?