Frestur Styrktarsjóðs fyrir árið 2014

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2014 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi miðvikudaginn 17. desember nk.

Þetta á bæði við um þá sem þegar hafa sent inn umsóknir á netinu og eiga eftir að skila inn fylgigögnum og  einnig þá sem eiga eftir að sækja um.

Komi umsóknir eftir þann tíma mun umsóknin undantekningalaust falla yfir á rétt ársins 2015.

Að gefnu tilefni bendum við á að skila þarf frumriti reikninga til sjóðsins, reikningar sendir með tölvupósti teljast ekki gildir.

Allar frekari upplýsingar má nálgast hér á heimasíðu Styrktarsjóðsins.

 

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?