FSS samþykkir nýja samninga

Félag starfsmanna stjórnarráðsins hefur samþykkt nýja kjarasamninga í atkvæðagreiðslu félagsmanna sinna.

Kosningaþátttaka var 62% og af þeim sem greiddu atkvæði voru 80% samþykk hinum nýja samningi en 18% höfnuðu. Samningurinn var því samþykktur en hann gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015.


Helstu atriði samningsins eru:

  • að laun hækki um 2,8% eða að lágmarki 8000. kr. fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Á launum sem eru lægri en 230.000 kr. á mánuði komi sérstök hækkun til viðbótar að upphæð 1.750 kr.
  • við samþykkt samningsins greiðist 14.600 kr. eingreiðsla miðað við fullt starf í febrúar 2014 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mánuði þar sem það á við.
  • eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015 greiðist þann 1. apríl 2015 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mánuði.
  • persónuuppbót verður á samningstímanum 73.600 kr.
  • orlofsuppbót verður á samningstímanum 39.500 kr.
  • samningurinn mun gilda frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?