Fundur boðaður á morgun

Fundur samninganefnda SFR, SLFÍ og LL með samninganefnd ríkisins hefur verið boðaður kl. 10:00 miðvikudaginn 14. október næstkomandi, daginn fyrir fyrirhugað verkfall félaganna.

Undirbúningur verkfallsaðgerða er kominn á fullt hjá félögunum og undanþágunefnd er að hefja störf. Verkfallsmiðstöð verður opnuð fimmtudaginn 15. október kl. 8 að Grettisgötu 89, 1. hæð og verður hún opin frá kl. 8-16 verkfallsdagana meðan ekki semst. Félagsmenn allra félaganna þriggja eru hvattir til þess að koma á verkfallsmiðstöðina. Þaðan verða aðgerðir skipulagðar og fólk getur komið og leitað sér upplýsinga og hvatningar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?