Fyrsta skóflustunga Bjargs í Þorlákshöfn

Vaskur hópur tók fyrstu skóflustungurnar að nýju fjölbýlishúsi Bjargs á Þorlákshöfn.

Fyrsta skóflustungan að nýju fjölbýlishúsi Bjargs íbúðafélags í Þorlákshöfn var tekin fyrir helgi. Húsið mun rísa í Sambyggð 14 og verður 12 íbúða tvílyft fjölbýlishús.

Um er að ræða svokölluð kubbahús, sem eru vistvænar og endingargóðar timburbyggingar, eins og fram kemur í frétt á vef Bjargs.

Reiknað er með að húsið rísi hratt og er áformað að fyrstu leigjendur geti flutt inn í október næstkomandi. Verktakinn er Eðalbyggingar ehf. og arkitekt er Svava Jóns slf.

Hægt er að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi, hvort sem er í Þorlákshöfn, í Reykjavík eða annarsstaðar, á vef Bjargs.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?