Fyrsta skóflustungan að íbúðum Bjargs í Garðabæ

Forsvarsmenn Bjargs og Búseta ásamt bæjarstjóra og öðrum fulltrúum Garðabæjar tóku fyrstu skóflustungurnar.

Fyrsta skóflustungan að nýjum fjölbýlishúsum Bjargs íbúðarfélags og Búseta í Garðabæ var tekin á föstudag. Húsin tvö munu rísa við Maríugötu.

Alls verða 42 íbúðir í húsunum tveimur sem munu skiptast þannig að Bjarg mun eiga 22 íbúðir og Búseti vera með 20 búseturéttaríbúðir. Garðabær leggur til stofnframlag vegna íbúða Bjargs. Bjarg og Búseti hafa átt samstarf um hönnun og framkvæmdir verkefnisins og hefur verið samið við ÍAV um framkvæmdir.

Bjarg íbúðafélag var stofnað af BSRB og ASÍ árið 2016. Félagið hefur það að markmiði að byggja upp og leigja út íbúðahúsnæði fyrir tekjulægstu félagsmenn heildarsamtakanna tveggja og er Bjarg rekið án hagnaðarsjónarmiða.

Nánari upplýsingar má finna á vef félagsins, þar sem einnig er hægt að sækja um íbúð.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?