Gleðilega hátíð

Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Opnunartími skrifstofu BSRB yfir hátíðarnar verður með hefðbundnu sniði.

Opið er í dag Þorláksmessu til kl. 16:00 en lokað verður á aðfangadag, jóladag og á öðrum degi jóla. Skrifstofan verður opin venju samkvæmt frá kl. 9-16 föstudaginn 27. desember. Lokað verður á gamlársdag og nýársdag en skrifstofan opnar aftur á nýju ári þann 2. janúar.

BSRB sendir engin jólakort út í ár frekar en þau síðustu en hefur þess í stað styrkt Mæðrastyrksnefnd. BSRB óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?